Fyrirtækið

MAGNUS stuðlar að heilbrigði og hamingju með hugvitssömum vörum og ráðgjöf.

MAGNUS var stofnað 2011 og byggði grunn sinn á áratuga langri reynslu af innflutningi á lækningatækjum og ýmsum vörum fyrir læknastofur og sjúkrahús. Framboð á vörum og þjónustu hefur farið vaxandi og nú bjóðum við einnig ýmsar lífsstílsvörur sem seldar eru á smásölumarkaði s.s. í apótekum, SPA- og snyrtistofum, sérverslunum og víðar.

MAGNUS velur vöruframboð sitt af kostgæfni og leitast við að ráðleggja og þjónusta söluaðila og viðskiptavini á þann hátt að sómi sé að.

MAGNUS er sífellt opinn fyrir lausnum sem bæta líf viðskiptavina sinna.