EyeSlices

Einstök vöruþróun
Eitt best geymda leyndarmál náttúrunnar, Aloe Ferox, er uppistaðan í virkum innihaldsefnum EyeSlices augnayndis. Aloe Ferox er suður-afrísk jurt af sömu ætt og Aloe Vera en þykir vera öflugri meðal annars þar sem hún inniheldur mun meira af amínósýrum. Eiginleikar Aloe Ferox gera EyeSlices augnayndi kleift að endurnæra húðina í kringum augun. Virkum efnum frá Sviss og Bandaríkjunum er einnig bætt í vöruna þannig að augnsvæðið verður skínandi bjart á eftir. Klínískar rannsóknir hafa sýnt að EyeSlices augnayndi vinnur á hrukkum, þrota, baugum, ummerkjum þreytu og rauðum augum.  Virk náttúruleg innihaldsefni EyeSlices augnayndis skýra þann góða árangur sem næst með notkun gelpúðanna. Virk efni í hverjum EyeSlices augnayndispúða eru 20% en hlutfall virkra efna í kremum nær sjaldnast yfir 5%.

Framúrstefnuleg tækni
EyeSlices augnayndi varð til eftir tíu ára öflugt þróunarstarf sérfræðinga á ýmsum sviðum.  Gelpúðarnir eru ofnæmisprófaðir og í þeim er hvorki paraben (rotvarnarefni) né latex.EyeSlices augnayndi sameinar öflugar jurtir úr náttúrunni annars vegar og nýsköpun í lífeindafræði hins vegar. EyeSlices augnayndi býður þér ferskleika og fegurð án fyrirhafnar.

Notkunarleiðbeiningar
Notaðu EyeSlices augnayndi hvar og hvenær sem er. Bestur árangur næst með því að nota gelpúðana daglega. Þvoið og þerrið húðina í kringum augun, lokið augunum og leggið EyeSlices augnayndi þétt að augnlokunum. Aðgætið að opna allar umbúðir varlega þannig að unnt sé að geyma EyeSlices augnayndi í þeim á milli þess sem þeir eru notaðir (allt að 10 skipti). Njótið stundarinnar á meðan EyeSlices augnayndi vinnur á augnsvæðinu.

Nægjanlegt er að nota gelpúðana í 5 mínútur en þá má nota í allt að 20 mínútur. Aðgætið að setja gelpúðana varlega aftur í innri umbúðirnar með plastfilmunni yfir og síðan að ytri skelin sé vandlega lokuð. Strjúkið yfir augnsvæðið með rökum klút ef þurfa þykir eftir notkun.

 

Dæmi um sölustaði

Logo

eyeSlices PROFESSIONAL

 SONY DSC

 

SONY DSC

 SONY DSC

Vellíðan með eyeSlices augnayndi
Léttu þér amstur dagsins og dekraðu við þig með eyeSlices augnayndi.
Aðeins 5 mínútum síðar ert þú endurnærð og augnsvipur þinn bjartari.

Vilt þú vera síung ?
Oft er sagt að augun séu spegill sálarinnar.
Með notkun eyeSlices augnayndis er augnumgjörðin alltaf upp á sitt besta.

EyeSlices augnayndi er tilvalið að nota hvar og hvenær sem er. Hvert par af gelpúðum er nothæft allt að 10 sinnum, séu þeir varðveittir í upphaflegum umbúðum í kæli.

 

eyeSlices PROFESSIONAL til nota á snyrtistofum og SPA stofum

SONY DSC

 SONY DSC