VISMED

Gervitár og tengdar vörur

vismed1

 

 

Sölustaðir

vismedstadir

 

VISMED

 

Vismed ®: Vörn

 • Vismed ® þekur hornhimnuna á virkan hátt
 • NH lausnir bindast vel við slímlag tárafilmu augnanna. Þess vegna er húðun með slíkum lausnum langvarandi
 • Eðliseiginleikar NH lausna eru svipaðir eininleikum  náttúrulegrar tárafilmu
 • NH er mjög árangursríkt í að binda vatn. Því er uppgufun vatns frá NH lausnum hæg og jákvæð áhrif slíkra lausna eru því lengri en ella

 

Vismed ®: Jafnvægi

 • Vismed ® er há-osmolar miðað við náttúruleg tár, þar sem tárafilman er há-osmolar í mörgum sjúklingum með augnþurrkstilfinningu
 • Vismed ® inniheldur jónir sem eru nauðsynlegar til að viðhalda virkni hornhimnunnar
 • Vismed ® er án rotvarnarefna
 • pH gildi Vismed ® er 7,3 – svipað og náttúrulegra tára
 • Við hönnun Vismed ® hefur þess verið vandlega gætt að jafnvægi ríki  til að tryggja að bæði verkun og þolun séu hámörkuð

 

VISMED

Natríum hýalúrón

NH er natríum salt í hýalúrónsýrunni, náttúruleg fjölliða sem hefur mikilvægu hlutverki að gegna víða í líkamanum. Það er glycosaminoglycan samanstendur af endurtakeknum disaccaride einingum N-asetýl-D-Glocoamine og natríum-D-glucuronate

Efnafræðileg  uppbygging natrium hýalúróns

NH lausnir hafa verið notaðar í mörg ár við augnaðgerðir, til að viðhalda lögun augans, til að hylja skurðáhöld og til að vernda endothelium hornhimnunnar gegn skaða. Þær hafa einstaka efnafræðilega  eiginleika sem gera þær  tilvaldar til notkunar við meðferð á augnþurrki. Mikilvægasti eiginleiki NH lausna er viscoelasticity; Er slíkum lausnum er dreypt í augað, haga þær sér á mismunandi hátt við blikk og á milli blikka. Meðan á blikki stendur, veldur áraun því að NH sameindir í lausn raða sér upp hver við aðra. Vegna þessa verður lausnin teygjanleg og tiltölulega minna seigfljótandi, og dreifist því auðveldlega yfir yfirborð hornhimnu. Milli blikkar mynda sameindir NH flækjumöskva, og lausnin verður teygjanlegri og meira seigfljótandi. Þar af leiðandi, verður tárafilman stöðugri og viðdvöl lausnarinnar á yfirborði augans hámarkast. NH í Vismed ® hefur nokkra sérstaka eiginleika sem hjálpa til við að hámarka virkni og þolun þessara augndropa:

 • Það er framleitt með bakteríugerjun og er því laust við hugsanlega ofnæmisvaldandi dýraprótein
 • Það er mjög hreint
 • Það er til í blöndunarstyrnum 0,18% NH – næstum tvisvar styrkur 0,1% sem hefur verið sýnt fram á að vera minnsti styrkur til virkrar meðferðar á augnþurrki. Að auki sem gel með styrknum 0,3% NH.
 • Það hefur meðaltals sameindarþunga 1,2 daltons og þröngt sameindarþungasvið

Meðan á blikki stendur, raða NH sameindirnar sér upp hver við aðra og dreifast auðveldlega yfir augnflötinn

 Milli blikka, mynda NH sameindirnar langlífa verndandi möskvaþekju á hornhimnunni

 

Vismed ®Vörn

 Snertihorn

Vegna lítils snertihorns þekur  Vismed ®  hornhimnuna auðveldlega.  Hinu lága snertihorni Vismed ® er náð með því að hafa rétt jafnvægi á milli mólmassa og styrks efnisins.

 

Slímlagsviðloðunareiginleiki

Natríum hýalúrón lausnir (NH) loða vel við slímlag tárafilmunnar. Þar af leiðir að slíkar lausnir þekja hornhimnuna á virkan hátt og endist þekjan lengi. Slímlagsviðloðunareiginleikum NH lausna hefur verið lýst í rannsóknarskýrslu  þar sem sýnt var fram á að viðloðunareiginleikar NH lausna eru marktækt meiri en hlauplausna með fjölakrýlsýru.

 

NH lausnir í smyrjandi gervitárum

Tárafilman framan á hornhimnunni hefur ákveðna seigjueiginleika sem ákvarðast að mestu af slíminu sem hún inniheldur. NH í Vismed ® líkir mjög eftir þessum eiginleikum. Það er álitið að líkindi milli tárafilmunnar og NH lausna geri það að verkum að lausnirnar eru mjög virkar og þolast vel þegar þær eu notaðar í smyrjandi gervitárum.

 

Vökvasöfnun

NH er mjög virkt í að safna og binda vatn.  Af þessum sökum gufar vatn seint upp úr NH lausnum sem notaðar eru sem smyrjandi augndropar og hinum jákvæðu áhrifum er viðhaldið.

 

Vismed ®Jafnvægi

Lág-osmósuþéttni

Osmósuþéttni tárafilmunnar er yfirleitt um 300 mOsm / l, en gæti verið allt að 340 mOsm / l  í sjúklingum með mikinn augnþurrk.  Há-osmósuþéttni tárafilmunnar er talin vega þungt varðandi óþægindi hjá sjúklingum með augnþurrk og tilraunir í dýralíkönum sýna að það getur einnig verið orsök glærunúnings sem sést í mörgum af þessum sjúklingum.

Í ljósi þeirra vandamála sem tengjast táramyndinni, há-osmósuþéttni, hefur Vismed ®  verið hannað til að haf lága-osmósuþéttni og hefur osmósuþéttnina 150 mOsm / l.    Í slembiraðaðri II stigs samanburðarrannsókn hefur verið sýnt fram á að Vismed ®  gefur marktækt (p<0,05) meiri árangur en 0,3% HPMC í að draga úr osmólstyrk sjúklinga með meðal tilfinningu um augnþurrk.

 

Mikilvægar jónir

Meðal annarra jóna, inniheldur Vismed ®  kalsíum, magnesíum og natríum. Þessar jónir finnast í náttúrulegum tárum og eiga stóran þátt í að viðhalda réttri virkni hornhimnunnar: kalsíum og magnesíum eru mikilvæg efni til að líma saman, tengja og flytja sameindir, natríum leggur sitt af mörkum til að viðhalda þykkt hornhimnunnar.  Þéttni þessara jóna í Vismed ®  er svipuð og í náttúrulegum tárum.

 

Sítrat

Vismed ®  inniheldur natríumsítrat í sinni einkaleyfisbundnu blöndu fyrir leysni hinna mikilvægu jóna og til að viðhalda seigjueiginleikunum í lausninni. Það kemur einnig í veg fyrir lausn annara jóna.

 

Án rotvarnarefna

Vismed ®  inniheldur alls engin rotvarnarefni.Þar af leiðandi hefur það ekki ertandi áhrif á augnvefi og nota má það eins oft og lengi eins og þurfa þykir án þess að skaða yfirborð augans (t.d. án þess að valda glærubólgu). sum rotvarnarefni eru þekkt fyrir að valda eiturverkunum eða ofnæmisviðbrögðum, ma einkennum svo sem stingjum, sviða og roða í augum.

 

Lífeðlisfræðilegt pH gildi

pH gildi Vismed ®  er stillt á 7,3 – svipað og gildi náttúrulegrar tárafilmu. Fjölmargar rannsóknir hafa sýnt að til að hámarka þolun eiga lausnir sem settar eru í augun að vera hlutlausar eða svolítið basískar.

 

 Ávísunarupplýsingar

Fyrirhuguð notkun: Tilfinning um augnþurrk eða önnur minniháttar óþægindi sem ekki hafa sjúklega þýðingu, svo sem sviði og augnþreyta td  af völdum ryks, reyks, þurrs andrúmslofts, loftkælingar, mikillar tölvuskjásnotkunar eða snertilinsunotkunar.

Samsetning:

Virk innihaldsefni: Natríumklóríð hýalúrónat (NH).

Hjálparefni: Natríumklóríð, kalíumklóríð, tvínatríum-vetnis-fosfat, natríumsítrat, magnesíumklóríð, kalsíumklóríð og vatn til dreypingar.

Lausnin er vöðvaslakandi (150mOsm / l) stillt á pH 7,3.

Kynning: Dauðhreinsaðir einnareiningar skammtar, 0,3 ml sem inniheldur 0,18% NH til staðbundinnar notkunar í augu.  Og auk þess gel sem 0,3% NH. VISMED ® er án rotvarnarefna.

Skammtar og lyfjagjöf: Snúið flipnum af. Sé ekki mælt með öðru, skal setja einn eða tvo dropa í tárasekk augans eins oft og þörf er á. Tilfinning um þokusýn getur komið fram strax eftir notkun meðan VISMED ® breiðist yfir augað. Þetta hverfur fljótt þegar lausnin hefur myndað langvarandi gegnsæja filmu yfir augnyfirborðinu.

Einnig má nota VISMED ® meðan á notkun snertilinsa stendur (harðar eða mjúkar).

Þar sem VISMED ® er rotvarnaefnalaus lausn, ætti að farga afganginum .

Einkenni og verkun: VISMED ® inniheldur dauðhreinsað sérstakt afbrigði af NH sem fengið er með gerjun frá bakteríum. NH er náttúrulegt fjölliðuefni sem einnig er til staðar í náttúrulegum augntárum. Helstu einkenni þess er seigja. Þetta þýðir að VISMED ® hefur mikla seigju á milli blikka og litla seigju meðan blikki stendur og tryggir með því á skilvirkan hátt verndandi lag á yfirborði augans. Þessi verndandi húð á yfirborði augans kemur í veg fyrir þurrk og ertingu. NH býr einnig til slímfestandi eiginleika og getu til að fanga og halda í sér vatni og þannig líkjast tárin slím-glýkópróteini. Þetta, ásamt eignileikum  NH veldur bættri tárafilmu og lengingu tárafilmu roftíma (BUT) og því lengri smurningu á hornhimnu yfirborðinu.

VISMED ® hefur einstaka samsetnigu sem inniheldur sítrat til þess að viðhalda seigjueiginleikum þess í nærveru annarra jóna. Brengluð tárafilma hefur verið bendluð við glærusár. Samsetning VISMED ® breytir brenglaðri tárafilmu sem takmarkar glæruskaða.

Samrýmanleiki: Niðurstöður fjölda  rannsókna á eiturverkunum sýna að NH þolist mjög vel. Þar að auki, sýna dýratilraunir að síendurtekin gjöf á VISMED ® þolist einnig mjög vel. Við klíníska notkun, komu  engar aukaverkanir fram.

Geymsla: Geymið á milli 2 ° C og 25 ° C, í upprunalegum poka og kassa.

Geymsluþol: 3 ár ef hún er geymd í upprunalegum umbúðum.

Pökkun: VISMED ® er selt í kassa með 20 (eða 60) einnar einingarskömmtum. Hver kassi inniheldur pólýetýlen-ál poka sem hver inniheldur 4 lengjur af 5 stökum skammtaeiningum.

Að auki fást bæði droparnir og gelið í verðlaunuðum brúsum  án rotvarnarefna, sem nota má í 3 máuði eftir að brúsinn hefur verið opnaður.

 

Tilfinning um augnþurrk

Tilfinning um augnþurrk er algeng og lamandi. Oft er þetta í fylgd með öðrum einkennum, svo sem:

 •  tilfinningu um særindi, þreytu, sviða, kláða eða tilfinningu um aðskotahluti í augum
 • ljósnæmni
 • þokukennda sjón
 • táramyndun

þessi tilfinning um augnþurrk  á sér tvennar orsakir:

 •  tárafilman fremst á hornhimnunni verður óstöðug og rofnar hraðar en venjulega, þannig að svæði á hornhimnu verða þurr
 • að osmósuþéttni tárafilmunnar eykst (há osmósuþéttni tára) sem leiðir til minnkunar á smurningu yfirborðsins og getur valdið tjóni á yfirborði hornhimu augnanna

Þetta gerist venjulega vegna minnkunar á vatnsþætti tárafilmunnar eða vegna aukningar á uppgufun táranna, eða þá blöndu af hvoru tveggja.

Tárafilman er flókin að samsetningu með fjölda mikilvægra virkniþátta:

 •  smurningu yfirborðs augnanna
 • viðhaldi raka á yfirborði augnanna
 • viðhaldi slétts brotsyfirborðs hornhimnunnar
 • sér hornhimnunni fyrir næringu og súrefni
 • kemur í veg fyrir bakteríusýkingu
 • ver hornhimnuna gegn aðskotahlutum

Tilfinning um augnþurrk hefur margar orsakir. Margar ástæður eru  vegna umhverfisþátta, eins og til dæmis:

 •  loftræstinga og upphitunar
 • skærs ljóss
 • reykmettað, mengað eða rykugt loft
 • rok eða þurrt loft

 

Aðrar orsakir eru til dæmis langvarandi vinna við tölvuskjái og notkun snertilinsa.

Vismed® er einstök vara sem hefur verið þróuð sérstaklega til meðferðar á augnþurrki. Varan er kynnt sem smyrjandi augndropar og gel í sæfðum skammtaeiningum  án rotvarnarefna.

Vismed® er með natríum hýalúróni (NH) sem inniheldur fjölda mikilvægra jóna sem einnig er að finna í náttúrulegum tárum og nálgast því að mynda náttúrulega tárafilmu á yfirborði hornhimnunnar.

Innihaldandi bæði NH og ýmsar mikilvægar jónir er Vismed ® einstakt efni sem er mögulegt vegna einstakra einkaleyfisbundinna eignileika þess með sítrati.

Með þessari sérstöku efnasamsetningu, býður notkun Vismed ® sjúklingum með augnþurrkstilfinningu ósamanburðarhæfan létti og þægindi.